Tökum höndum saman dagana 28. maí -1. júní nk. og hreinsum og fegrum bæinn okkar fyrir sumarið.

Með samstilltu átaki má lyfta Grettistaki í því að fegra nærumhverfið og eigin lóðir.

Mánudaginn 1. júní nk. munu starfsmenn bæjarins fara um og hirða rusl sem komið hefur verið fyrir í pokum við lóðarmörk.

Að öðru leyti er bent á opnunartíma gámastöðvarinnar.

Sýnum í verki hvað hægt er að gera með samstilltu átaki allra bæjarbúa.

Hreinn bær okkur kær!

 

Gleðilegt sumar!

 

Grundarfjarðarbær