Hreyfivika UMFÍ stóð yfir dagana 29. maí til 4. júní og voru í boði sautján viðburðir hér í Grundarfirði. Að auki var frítt í sund og í golf á Bárarvelli.

Þá hafnaði Grundarfjarðarbær í ellefta sæti í sundkeppni sveitarfélaganna. Hreyfivikan endaði á göngu með Ferðafélagi Snæfellsness að Hrafnafossi í Kolgrafafirði.

 

 

Kærar þakkir eru færðar öllum þeim sem lögðu hönd á plóg við að gera dagskrána okkar fjölbreytta og skemmtilega. Sérstakar þakkir fá Elsa Árnadóttir sem sá um vatnsleikfimi og gönguferðir, Loftur Árni Björgvinsson sem sá um frisbígolfið, Þórey Jónsdóttir sem var með hóptímana í sal hjá Ragnari og Ásgeiri, Skokkhópur Grundarfjarðar, Golfklúbburinn Vestarr, Björgunarsveitin Klakkur, Leikskólinn Sólvellir fyrir sína þátttöku, Grunnskóli Grundarfjarðar og loks Sundlaug Grundarfjarðar.

 

Nú er bara að halda sig við efnið og njóta hreyfingar allt árið um kring.