Hreyfivika UMFÍ stendur nú yfir og hefur verið fínasta þátttaka í skipulögðum viðburðum hér í Grundarfirði. Í morgun var Hiit tími og SNAG (Starting New at Golf) auk þess sem sjá mátti leikskólabörn í gulum vestum ganga um bæinn með starfsfólki Sólvalla og eftir hádegi verður gönguferð með Elsu Árna frá kirkju kl 14:00 og síðan nýliðafræðsla og upplýsingafundur fyrir golfara í golfskálanum við Bárarvöll.

Það var Magnús Birgisson PGA kennari sem leiðbeindi unga fólkinu í SNAG-inu í morgun þar sem mættu margir upprennandi golfarar til að æfa sig.

Farið yfir réttu handtökin
 

Krakkarnir á leikskólanum Sólvöllum láta ekki sitt eftir liggja í Hreyfivikunni. Hér er sameiginleg hreyfistund í fullum gangi.

Endilega takið myndir af viðburðum Hreyfivikunnar og notið hashtagið #minhreyfing.