Gísli Ingvarsson húðsjúkdómalæknir mun frá og með apríl mánuði verða með móttöku á Heilsugæslustöð Grundarfjarðar. Hann gerir ráð fyrir að koma með reglulegu millibili næstu mánuði, en fyrsta móttakan verður föstudaginn 8. apríl nk. Tekið er á móti  tímapöntunum á Heilsugæslustöð Grundarfjarðar í síma: 438-6682.