Félagsmálaráðherra hefur gefið út reglugerð um hækkun á húsaleigubótum.  Reglugerðin gildir frá og með 1. apríl sl.  Helstu breytingar eru:

Grunnupphæð húsaleigubóta hækkar úr 8.000 kr. í 13.500 kr. á mánuði.

Bætur vegna 1. barns verða 14.000 kr. í stað 7.000 kr. á mánuði áður.

Bætur vegna 2. barns verða 8.500 kr. í stað 6.000 kr. á mánuði áður.

Hámarkshúsaleigubætur verða 46.000 kr. á mánuði í stað 31.000 kr. áður.

Breytingin tók gildi 1. apríl og koma nýjar fjárhæðir til greiðslu um næstu mánaðamót.