Í maí 2003 hófst vinna, undir handleiðslu Susan Stuebing, við að skilgreina hvers konar húsnæði Fjölbrautaskóli Snæfellinga þurfi undir starfsemi sína, en kennsluhættir og skipulag skólastarfsins gera kröfu til þess að húsnæðið sé með öðrum hætti en hefðbundið skólahúsnæði. VA arkitektar tóku síðan við í ágúst og hófu hina eiginlegu hönnun byggingarinnar, samkvæmt þeirri forskrift sem unnin hafði verið. Þær teikningar sem eru kynntar hér fyrir neðan hafa verið sendar umhverfisnefnd Grundarfjarðarbæjar til samþykktar. 

Sjá fréttina í heild sinni