Í dag var hafist handa við að steypa kantsteina við Grundargötu. Kantsteinarnir eru hluti af hverfisvænni leið sem Vegagerðin bauð út sl. vor og kynnt hefur verið fyrir bæjarbúum. Dodds ehf. sér um verkið en Bæjarverk frá Akureyri sér um að steypa kantsteinana. Byrjað var við austanverða Grundargötu og er áætlað að lokið verði við að steypa kantsteina seinni part vikunnar.