Þann 27. október sl. var haldinn almennur kynningarfundur í Samkomuhúsi Grundarfjarðar um verkefnið “hverfisvæn leið gegnum Grundarfjörð”.

Þar voru tillögur verkefnisins til sýnis, en aðilar frá Vegagerðinni og Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen hf, gerðu þar grein fyrir tillögunum og svöruðu fyrirspurnum.

 

Í ljósi fyrirspurna undanfarið hefur verið ákveðið að gefa íbúum kost á að kynna sér tillögurnar á ný, og verða þær til sýnis á bæjarskrifstofu Grundarfjarðar, Grundargötu 30, á skrifstofutíma, frá föstudeginum 27. febrúar til 12. mars n.k.

Jökull