- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Vegagerðin hefur í samvinnu við Verkfræðistofuna VST undanfarin misseri verið að hanna svokallaða hverfisvæna leið í gegnum Grundarfjörð. Tillaga að breyttum umferðamannvirkjum á Grundargötu liggur nú fyrir. Af því tilefni boðar Grundarfjarðarbær til kynningarfundar um ,,hverfisvæna leið í gegnum Grundarfjörð”, mánudaginn 27. október næstkomandi
Um er að ræða kynningu á umferðarmannvirkum á Grundargötu s.s. hraðahindrunum, gangbrautum, skiltum o.fl., sem Vegagerðin hyggst bjóða út á næstunni.
Fundurinn er öllum opinn og verður haldinn í samkomuhúsi Grundarfjarðar frá kl. 17:00 – 19:00.
Á fundinum verður fyrirliggjandi tillaga kynnt og munu aðilar frá Vegagerðinni og Verkfræðistofunni VST, gera grein fyrir tillögunni og svara fyrirspurnum.
Athugasemdir við tillögunni, ef einhverjar eru, skulu vera skriflegar og berast á bæjarskrifstofu Grundarfjarðar, Grundargötu 30, fyrir kl. 13:00 þriðjudaginn 28. október n.k.
Á fundinum í samkomuhúsinu verður einnig hægt að gera skriflegar athugasemdir.
Þeir sem ekki gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkir tillögunni.
Allir eru velkomnir á fundinn, en þeir sem eiga eignir meðfram Grundargötunni eða telja sig eiga sérstakra hagsmuna að gæta varðandi tillöguna eru sérstaklega hvattir til að sækja fundinn.
Tillagan er einnig til sýnis á bæjarskrifstofu Grundarfjarðar, Grundargötu 30, á skrifstofutíma, frá 23. til 28. október 2003.