Mánudaginn 6. maí 2013 kl. 17.00 verður opinn fundur í Fjölbrautaskóla Snæfellinga, Grundarfirði, um reynslu Norðmanna af stofnun svæðisgarða þar í landi. 

 

Nú er staddur hér á Snæfellsnesi Norðmaðurinn Eivind Brenna sem er reyndur sveitarstjórnarmaður og einn af þeim sem stóðu að stofnun fyrsta norska svæðisgarðsins, í Valdres. Eivind er líka stjórnarformaður Samtaka norskra svæðisgarða og hefur frá mörgu að segja. 

Snæfellingar eru hvattir til að nýta tækifærið og hlusta á Eivind segja frá því hvernig Norðmenn sáu leið til að efla atvinnulíf og samfélag á afmörkuðum svæðum, með samstarfi á grunni svæðisgarða.  

Eivind flytur erindi sitt á ensku en möguleiki er á að þýtt verði á íslensku. 

Nánari upplýsingar um fundinn er að finna á vef svæðisgarðsins 

Allir velkomnir!

Stýrihópur svæðisgarðs