Bæjarskrifstofan lokar kl. 12:00 föstudaginn 19. júní nk.

Grundarfjarðarbær gefur starfsmönnum sínum frí eftir hádegið þennan dag til að fagna þeim tímamótum að 100 ár eru frá því konur fengu kosningarétt á Íslandi.

Grundarfjarðarbær býður einnig til hátíðardagskrár í Bæringsstofu í tilefni dagsins:

 

Kl: 14.00

Saga grundfirskra kvenna og aðkoma þeirra að uppbyggingu Grundarfjarðarbæjar. Myndasýning.

 

Kl: 15.00

Marta Magnúsdóttir segir frá og sýnir myndir frá ferð sinni á Norðurpólinn fyrr á þessu ári.

 

Kl: 17.00

Heimildarmyndin

Svartihnjúkur, stríðssaga úr Eyrarsveit.