Hagstofa Íslands hefur gefið út endanlegar mannfjöldatölur 31. desember 2005. Samkvæmt þeim voru íbúar í Grundarfirði 975 talsins, en skv. bráðabirgðatölum 1. desember voru íbúarnir 974.

Sú nýjung er á vef Hagstofunnar að nú er hægt að skoða fjölda íbúa eftir götum. Þess má geta að 27% íbúa í þéttbýli Grundarfjarðar búa við Grundargötu, 13% við Sæból og 8% við Eyrarveg. Sjá nánar á vef Hagstofunnar.

Á árinu 2005 fjölgaði landsmönnum um 2,2% og hefur ekki fjölgað jafnmikið hér á landi frá því fyrir 1960. Íbúum í Grundarfirði fjölgaði um tæp 4% á árinu 2005. Fólksfjölgun síðustu 15 árin (frá 1990) er 19,2% í Grundarfirði, en á sama tímabili fjölgaði landsmönnum öllum um 17,1%, í Reykjavík var 17,7% fjölgun og á Vesturlandi 2,2% fjölgun.