Mánudagskvöldið 15. nóvember býður bæjarstjórn Grundarfjarðar til íbúafundar í Samkomuhúsinu kl.20:00.  Fundurinn er upplýsinga- og samræðufundur. 

Fjallað verður um fjárhagsstöðu sveitarfélagsins, horfur og mögulegar aðgerðir.

Í framhaldi af því verða umræður, þar sem m.a. verður kallað eftir skilaboðum til bæjarstjórnar við gerð fjárhagsáætlunar.

Boðið verður upp á kaffi og létt meðlæti.

Fjárhagsstaða Grundarfjarðarbæjar er erfið vegna mikillar skuldsetningar og lækkandi tekna.  Náðst hefur góður árangur í hagræðingu í rekstri og í fjárhagsáætlun fyrir næsta ár, verður haldið áfram á sömu braut.  Þó skuldastaða bæjarins sé erfiðari en margra annarra sveitarfélaga, standa öll sveitarfélög landsins frammi fyrir því sama, þ.e. að forgangsraða verkefnum. 

Markmið bæjaryfirvalda er að fara á styrk og samstöðu í gegnum þessa lægð og um leið að undirbúa okkur fyrir framtíðina.  Þar þurfa allir að leggjast á árarnar.

Fundurinn er liður í því að bæta upplýsingastreymi og auka samstarf milli íbúa og bæjaryfirvalda.