- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Íbúafundur um mótun nýrrar menntastefnu Grundarfjarðarbæjar var haldinn í Samkomuhúsinu, miðvikudaginn 24. maí sl. Rædd var framtíðarsýn á skólastarf í Grundarfirði og þær áherslur sem fólk vildi sjá í nýrri menntastefnu.
Grundarfjarðarbær samdi við Ásgarð, skólaþjónusturáðgjafa, til þess að halda utan um og leiða verkefnið í samráði við stýrihóp sem bæjarstjórn skipaði. Hér má skoða glærur sem var farið yfir á fundinum.
Þau sem ekki áttu kost á að mæta á íbúafundinn geta komið sínum hugmyndum og sjónarmiðum á framfæri með því að rita inn í skjalið sem má finna með því að smella á þennan hlekk, ekki þarf að skrá sig inn og velkomið er að skrifa hvort heldur sem er undir nafni eða nafnlaust.