Vakin er athygli á því að b

oðið er upp á barnagæslu (lágmarksaldur: yngstu leikskólabörnin) í Leikskólanum Sólvöllum á meðan foreldrarnir taka þátt í þinginu.

Kaffiveitingar eru í boði KB-banka í Grundarfirði og það eru foreldrar 9. bekkjar Grunnskóla Grundarfjarðar sem tóku að sér snúðabakstur og umsjón með veitingum á þinginu, gegn styrk í Frakklandsferðasjóð bekkjarins.

Kynning grunnskólanemenda

Nemendur 4. bekkjar og 9.-10. bekkjar munu kynna vinnu sína milli 14.30 og 15, en þau hafa undanfarið unnið verkefni um Grundarfjörð til framtíðar og ætla að segja frá því hvernig þau sjá framtíð bæjarins.

 

Timi - hægt að koma og fara að vild ...

Íbúaþingið hefst kl. 12.30 og stendur til kl. 18.00. Hægt er að taka þátt í starfi eins vinnuhóps eða fleiri (koma hvenær sem vill, fara hvenær sem vill) eða vera með allan daginn.

 

Okkar skoðanir – okkar áhrif

Íbúaþingið er einstakt tækifæri fyrir alla íbúa Grundarfjarðar til að koma skoðunum sínum á framfæri og hafa áhrif á þróun bæjarins. Dagskrá þingsins býður upp á umræður um nánast hvaðeina sem snertir samfélagið okkar hér í Grundarfirði.

Mikilvægt er að góð þátttaka verði á þinginu. Þín skoðun skiptir máli!

 

Sjáumst á laugardaginn og mótum framtíðina saman.

 

 

Ennfremur er bent á frekari upplýsingar um íbúaþingið hér á vefnum og á www.ibuathing.is