Grundarfjarðarbær auglýsir lausa til umsóknar kaupleiguíbúð (íbúð eldri borgara) að Hrannarstíg 18.

Íbúðin er 57,5 m2 að stærð og verður laus til innflutnings í október.

Um er að ræða kaupleigufyrirkomulag, þar sem búseti/leigutaki greiðir eignarhlut í íbúðinni og fasta leigu á mánuði.

Umsóknarfrestur er til mánudagsins 12. september n.k. og liggja eyðublöð frammi á bæjarskrifstofu. Hægt er að fá eyðublöð send í pósti eða tölvupósti. 

 

Úthlutað er skv. reglum húsnæðisnefndar um úthlutanir slíkra íbúða frá febrúar 2003 og finna má á www.grundarfjordur.is

Allar frekari upplýsingar veitir Björg Ágústsdóttir bæjarstjóri í síma 430 8500 eða bjorg@grundarfjordur.is

 

Grundarfirði, 24. ágúst 2005,

Bæjarstjórinní Grundarfirði