Íbúð fyrir eldri borgara að Hrannarstíg 38 í Grundarfirði er laus til umsóknar. Um er að ræða leiguíbúð með búseturétti og 20% hlutareign.

Íbúðin er tveggja herbergja, 65 ferm. auk 23 ferm. bílskúrs, alls 88 ferm.

Nánari upplýsingar eru veittar á bæjarskrifstofunni í síma 430 8500 og einnig á heimasíðu Grundarfjarðarbæjar.

Umsóknarfrestur er til 10. júní 2015. Íbúðin er laus frá 1. júlí nk.

Reglur vegna úthlutunar íbúða fyrir eldri borgara

Umsóknareyðublað