Frá alþjóðlegu þríþrautarkeppninni 2019
Frá alþjóðlegu þríþrautarkeppninni 2019

 

Alþjóðlegt þríþrautarmót - Iceland Extreme Triathlon - verður haldið á Snæfellsnesi 10. júlí 2021.

Mótið var síðast haldið 2019 og vakti þá mikla athygli. Til stóð að halda mótið aftur 2020, en ekkert varð af því vegna kórónaveirufaraldursins.

Keppni hefst aðfaranótt laugardagsins 10. júlí með tæplega fjögurra km löngu sundi í Lárvaðli, vestan Kirkjufells. Að því loknu verður hjólað 205 km leið um Snæfellsnes. Að lokum er hlaupið heilt maraþon yfir Jökulhálsinn; frá Ólafsvík að Arnarstapa og aftur til baka.

Bækistöðvar mótsins verða í Ólafsvík. 

Keppendur koma víða að úr heiminum og má gera ráð fyrir að þeim fylgi einhver hópur fólks sem dvelja mun á Snæfellsnesi. 

Mótshaldarar koma frá Bandaríkjunum, Extreme Endurance Events, og eru aðrar keppnir á þeirra vegum haldnar árlega í Alaska og á Hawaii. Þeim til aðstoðar eru íslenskir aðilar sem staðið hafa að þríþrautarmótum hér á landi. 

Vefur keppninnar er: https://www.icelandxtri.com/ 

Hér má sjá myndir frá fyrri mótum: https://www.flickr.com/photos/extremetris/albums

Neðangreind mynd sýnir keppnisleiðirnar:

Keppnisleiðir þríþrautar á Snæfellsnesi 2021