FSN tekur nú í fyrsta sinn þátt í PetroChallenge- keppninni og er með eitt lið. Þessi keppni, sem er styrkt af Orkustofnun, snýst um að nota hermiforrit til að leita að olíu og gasi á svæðinu kringum Ísland. Að þessu sinni taka þrír framhaldsskólar þátt í þessu, FSN, FAS og FÍV. Í liði FSN eru þær Harpa Dögg Ketilbjarnardóttir, Saga Björk Jónsdóttir, Silja Rán Arnarsdóttir og Sonja Sigurðardóttir. Liðið verður á fullu næstu tvo dagana og við óskum þeim alls hins besta.

Silja Rán, Harpa Dögg, Saga og Sonja