Inflúensubólusetning á heilsugæslustöðinni í Grundarfirði, mánudaginn 25. október á milli kl. 10:00 – 14:00

Allir velkomnir og ekki þarf að boða komu né bóka tíma.

Forgangshópar skv. skilgreiningu landlæknis eru sérstaklega hvattir til að þiggja bólusetningu, þ.e.:

• Þau sem eru 60 ára og eldri

• Fólk með langvinna sjúkdóma, s.s. hjarta-, lungna-, nýrna- og lifrarsjúkdóma, sykursýki, illkynja sjúkdóma og aðra ónæmisbælandi sjúkdóma.

• Þungaðar konur

Þessir hópar fá bóluefnið frítt en borga komugjald, 500 kr., nema eldri borgarar og öryrkjar sem eru undanþegnir komugjaldi.

 

Þau sem eru yngri en 60 ára og tilheyra ekki áhættuhópum skv. skilgreiningu landlæknis borga bæði komugjald, 500 kr., og bóluefnið (Vaxigrip Tetra) sem kostar nú 1.800 kr.

Skjólstæðingum heimahjúkrunar og íbúum á hjúkrunarheimilum og í íbúðum fyrir aldraða mun bjóðast að fá sína bólusetningu á heimilum sínum.

Til að flýta fyrir er gott að vera í stuttermabol eða skyrtu svo auðvelt sé að bera handlegg.

Munið eftir grímuskyldu á heilbrigðisstofnunum og komið ekki í bólusetningu ef einhver einkenni um Covid- 19 eru til staðar.

Athugið:

Að minnsta kosti fjórtán dagar þurfa að líða á milli bólusetningar gegn Covid-19 og inflúensubólusetningar.

Lestu um inflúensu á heilsuvera.is :

https://www.heilsuvera.is/.../sjukdomar-fravik.../influensa/