Tilkynning frá Heilbrigðisstofnun Vesturlands

Hin árlega inflúensubólusetning á Heilbrigðisstofnun Vesturlands-Grundarfirði.

Pöntunarsími: 432 1350 alla virka daga milli 9-15

Mælt er sérstaklega með bólusetningu allra 60 ára og eldri, allra fullorðinna og barna með langvinna hjarta-, lungna-, nýrna- og lifrarsjúkdóma, sykursýki, illkynja sjúkdóma og aðra ónæmisbælandi sjúkdóma. Einnig þá sem annast fólk með aukna áhættu.

Allir sem fá bólusetningu þurfa að greiða komugjald til stöðvarinnar, en þeir sem taldir eru upp hér að framan fá bóluefnið frítt.