Á síðasta ári sagði Orkuveita Reykjavíkur upp samningi við Grundarfjarðarbæ um innheimtu vatnsgjalds. Grundarfjarðarbær hefur séð um innheimtu gjaldsins frá því Orkuveitan keypti Vatnsveitu Grundarfjarðar árið 2005. Frá og með þessu ári mun Orkuveitan því sjálf sjá um innheimtuna og eiga greiðendur vatnsgjalds í Grundarfirði að hafa fengið senda álagningarseðla frá Orkuveitunni.

Gjalddagar vatnsgjalds verða níu á árinu, mánuðina febrúar til október.

Hafi greiðendur einhverjar spurningar um álagningu vatnsgjalds ber að beina þeim til Orkuveitu Reykjavíkur.