Síðastliðinn vetur hefur Grundarfjarðarbær veitt 30 daga greiðslufrest á reikningum sínum, en áður var greiðslufresturinn 15 dagar. Þetta var gert til aðlögunar fyrir greiðendur í kjölfar samkomulags við innheimtufyrirtækið Motus.

 

Frá 1. sept. 2015  verður á ný miðað við 15 daga greiðslufrest, sem er í samræmi við innheimtureglur Grundarfjarðarbæjar.