OneLandRobot hugbúnaðarkerfi

 

Í vikunni tók sveitarfélagið formlega í notkun hugbúnaðinn OneLandRobot. Umsóknir um byggingaráform og byggingarleyfi eru því nú komnar á rafrænt form í gegnum íbúagátt Grundarfjarðarbæjar og er þannig komið á rafrænum samskiptum á milli bæjarfélagsins og umsækjanda,  hönnuða, byggingarstjóra og iðnmeistara. Um er að ræða umsóknar- og úttektarkerfi byggingarfulltrúa sveitarfélagsins og hægt verður að fylgjast með stöðu umsókna í íbúagáttinni.  Hugbúnaðinum er ætlað að gera byggingarleyfisumsóknir skilvirkari og aðgengilegri fyrir húsbyggjendur.
 
Markmiðið er að einfalda umsóknarferlið og bæta þjónustu við íbúa, byggingaraðila og aðra sem nýta sér þessa þjónustu. Framvegis verður ekki tekið við umsóknum tengdum skipulags- og byggingamálum nema í gegnum íbúagátt sveitarfélagsins. 
 
Sé óskað eftir aðstoð við umsóknir má hafa samband við Ráðhús á opnunartíma virka daga 10:00-14:00 í síma 4308500 eða í tölvupósti helgasjofn@grundarfjordur.is