Haustönn 2010

Innritun í framhaldsskóla fyrir haustönn 2010 er rafræn, það er sótt er um skólavist á netinu. Umsækjendur þurfa að sækja um veflykil sem opnar þeim persónulegan aðgang að innrituninni. Sótt er um veflykil á menntagatt.is/innritun og kemur hann til baka í tölvupósti. Á sama stað er rafrænt umsóknareyðublað með leiðbeiningum og ýmsar upplýsingar um nám í framhaldsskólum.

Forinnritun verður 12.-16. apríl fyrir nemendur úr 10. bekk grunnskóla (fæddir 1994 eða síðar).

Endurskoðun á vali skóla 7.-11. júní 2010.

Innritun eldri nemenda (fæddir 1993 eða fyrr) hefst 20. apríl og lýkur 11. júní.

Frekari upplýsingar má finna á heimasíðu skólans: http://www.fsn.is/kennsluhaettir/innritun/