Innritun stendur yfir fyrir skólaárið 2021-2022 í Tónlistarskóla Grundarfjarðar. 

Tónlistarskólinn er til húsa á neðri hæð íþróttahússins. Aðkoma að tónlistarskóla er að suðaustanverðu, en innangengt er fyrir grunnskólabörn af efri hæð, úr grunnskólanum.

Kennslugreinar sem í boði eru: píanó, hljómborð, bassi, gítar, ukulele, rafgítar, trommur/slagverk, þverflauta, klarínett, saxófónn, sóp.& alt. blokkflautur, trompet, horn, básúna, túba, söngur, tónfræði, hljómfræði, tónheyrn, skólahljómsveit.

Sækja um