Á sunnudagsmorgun keppir íslenska landsliðið í handbolta um ólympíugullið. Áhugasamir Grundfirðingar ætla að koma saman á Kaffi 59 og fylgjast með leiknum. Húsið opnar klukkan 7:30 og leikur hefst 15 mínútum síðar. Þeir sem vakna of seint til að fá sér morgunverð geta pantað sér egg og beikon á staðnum. Þess má geta að í vinabæ okkar í Paimpol eru menn líklega álíka spenntir. Það má búast við því að þessi leikur eigi eftir að styrkja vináttuböndin enn frekar hver svo sem úrslitin verða.

Áfram Ísland!