Frá vinstri: Jón Björgvin, Anna María, Ágúst og Jón Kristbjörn

Um síðustu helgi var haldið íslandsmeistaramót í golfi 35 ára og eldri. Karlar kepptu á Kiðjabergi en konur í Öndverðarnesi. Frá Grundarfirði fóru níu golfarar og komu þau sigursæl heim þar sem Jón Kristbjörn Jónsson varð í öðru sæti í öðrum flokki, Ágúst Jónsson, ráðsmaður með meiru, vann fjórða flokkinn, Jón Björgvin Sigurðsson lenti í þriðja sæti í fjórða flokki og Anna María Reynisdóttir lenti í öðru sæti í þriðja flokki.

Við óskum þeim öllum innilega til hamingju með frábæran árangur.