Mynd: Mladen Svitlica blakþjálfari
Mynd: Mladen Svitlica blakþjálfari

Helgina 12.-14. maí sl fóru krakkar sem stunda blak í Grundarfirði á íslandsmót yngri deilda á Neskaupstað. 

Á Facebook síðu UMFG stendur eftirfarandi: 

Helgina 12. – 14. maí fóru 14 iðkendur á aldrinum 10 – 14 ára á seinni hluta Íslandsmótsins í blaki sem haldið var á Neskaupsstað . Með hópnum í för voru Mladen blakþjálfari, Gréta og Rúna fararstjórar. UMFG sendi 4 lið til þátttöku og gaman er að segja frá því að liðin fjögur náðu öll þeim árangri að taka sæti á verðlaunapalli.
 
 
Hér fyrir neðan má sjá úrslitin á Íslandsmótinu:
U10 stúlkur lentu í 1. sæti, stúlkurnar fóru ósigraðar frá mótinu en ekki eru krýndir Íslandsmeistarar í þessum aldursflokk.
U12 piltar lentu í 1. sæti og voru krýndir Íslandsmeistarar í sínum aldursflokki.
U12 blandað lið lenti í 3. sæti
U14 stúlkur lentu í 3. sæti
 
Félagið er ótrúlega stolt af krökkunum okkar og árangri þeirra á þessu móti. Við viljum færa Mladen, Grétu og Rúnu þakkir fyrir skipulagið á þessu viðmikla ferðalagi og Hjalta fyrir að aka hópnum. Það voru þreyttir en sælir iðkendur sem renndu inn í bæjarfélagið í morgun eftir langt, strangt en skemmtilegt ferðalag.
 
Grundarfjarðarbær ´oskar krökkunum innilega til hamingju með þennan frábæra árangur.