Á haustdögum ákváðu blakkonur í UMFG að taka þátt í íslandsmótinu í blaki og vera þá í þriðju deild. Samtals eru 15 lið í þriðju deild kvenna sem gerir hana að þeirri stærstu af öllum deildunum á Íslandsmótinu. Þetta er í fyrsta skipti sem þessi deild hefur verið í blaki þar sem keppt er til Íslandsmeistaratitils en þátttakan var, og er, vonum framar.  Búið er að halda tvö mót af þremur og er spilamennskan búin að ganga það vel hjá okkar konum á þessum mótum að UMFG kemur til með að spila um 1 – 5 sæti og á mjög góða möguleika á að vinna deildina og koma heim með meistaratitil. 

Síðasta mótið verður haldið í Ólafsvík 7 -8 mars. UMFG byrjar að spila á föstudagskv 7 mars kl: 20 við Reynir Hellisandi. Á laugardag  kl 09:00 lið úr norðurriðli. Kl 11:00 Víkingur Ólafsvík og síðasti leikurinn er kl 14:00 við Álftanes.

Blakkonurnar vonast til að sjá sem flesta út í Ólafsvík til að styðja við bakið á sér og horfa á skemmtilegt blak

Hér má sjá auglýsingu

 

KH.