Þá hafa stelpurnar lokið keppni á íslandsmótinu í knattspyrnu innanhúss.  4. flokkur spilaði í valsheimilinu og gekk frábærlega vel.  3. flokkur spilaði í Digranesi, þeim gekk ekki eins vel en öðluðust dýrmæta og góða reynslu.

Stelpurnar í 4. flokki unnu 2 leiki, gerðu 2 jafntefli og töpuðu 2.  Úrslit leikjana voru:

UMFG – Valur 3-3,

UMFG – Snæfell 3-1,

Víkingur R -  UMFG 0-3,

Þróttur R – UMFG 2-2 

þennan leik áttum við að vinna og unnum hann í okkar hug því að í þessum leik fengum við á okkur dæmt mark þar sem boltinn fór í gegnum gat á hliðarneti og í markið og dómarin sá ekki betur en svo að hann dæmdi mark, ósangjarnt það.

Leikurinn á móti Fjölni tapaðist svo 9-0 og við töpuðum einnig leiknum á móti HK 0-10 . EN þatta var nú samt aldeilis frábær árangur í raun 3.sætið í riðlinum TIL HAMINGJU STELPUR.

Lið Snæfells tók einnig þátt í þessu móti og með því spiluðu 3 stelpur frá okkur,liðið tapaði öllum leikjunum sínum en fengu þarna dýrmæta reynslu eins og við.

 

3.flokki gekk ekki eins vel þar sem þær byrjuðu ekki að berjast fyrr en í 3 leik,vantaðu smá kjark og þor. En þær töpuðu fyrir Ægi 1-6,töpuðu einnig fyrir Breiðablik 0-10,leikurinn við KFR tapaðist 0-4,þær unnu svo Skallagrím 4-3 en töpuðu síðasta leiknum á móti HK 1-5.

Stelpurnar voru farnar að sýna góða baráttu í loka leikjunum og eru staðráðnar í því að berjast frá fyrstu mínutu á næst móti. 3. flokkirinn spilaði í Digranesi og er völlurinn það ca 3var sinnum stærri en völlurinn sem þær æfa á hjá okkur.  

 

Eftir bæði mótin var svo farið í keilu og pizzu í Keiluhöllina í Öskjuhlíð þar var voða fjör og stóð Diljá uppi sem stigahæsta stelpan þar