Mbl.is  28. apríl 2010:

Íslenska hljómsveitin Endless Dark, sem er frá Ólafsvík og Grundarfirði, hafnaði í öðru sæti í hljómsveitakeppninni Global Battle of the Bands. Keppnin fór fram í London og lágu úrslitin fyrir í gærkvöldi, en alls tók 21 hljómsveit þátt í úrslitakvöldinu.

 

Það var kínversk rokkhljómsveit sem bar sigur úr býtum í ár, en hún nefnist Rustic. Í þriðja sæti var svo norska sveitin Explicit Licks.

 

Mörg þúsund hljómsveitir reyna á hverju ári að komast í keppnina og á undanförnum árum hafa Íslendingar átt fulltrúa í keppnni.