Á aðventuhátíð Kvenfélagsins Gleym mér ei s.l. laugardaginn var valinn íþróttmaður ársins 2009. Að þessu sinni hlaut Dominik Bajda titilinn fyrir afburða árangur á knattspyrnuvellinum. Auk þess þykir Dominik sterk og góð fyrirmynd og hann gefur mikið af sér til yngri iðkenda íþróttarinnar.

Aðrir sem voru tilnefndir:

Kolbrún Grétarsdóttir fyrir hestaíþróttir en hún hefur verið mjög öflug í keppnum þetta árið.

Dóra Henriksdóttir sem er klúbbmeistari í golfi hjá Vestarr í kvennaflokki

Ingi Björn Ingason fyrir blakíþróttir