Þann 24. janúar sl. veitti HSH viðurkenningar til íþróttafólks ársins 2019 á Snæfellsnesi. Við fögnum þremur grundfirskum íþróttamönnum í þeim hópi.  

Það voru þau Margrét Helga Guðmundsdóttir, sem kosin var blakíþróttamaður ársins hjá HSH, Sigurþór Jónsson sem kosinn var kylfingur ársins og Aðalheiður Lára Guðmundsdóttir sem kosin var skotíþróttamaður ársins.  Til gamans má geta þess að Margrét Helga er íþróttamaður Grundarfjarðar 2019. Við óskum þessu öfluga íþróttafólki innilega til hamingju með þennan heiður og óskum þeim velfarnaðar í framtíðinni.

 

 

Mynd Sumarliði Ásgeirsson