Íþróttamaður Grundarfjarðar árið 2005 var kjörinn þann 26. nóvember sl. Heiðar Geirmundsson hlaut titilinn að þessu sinni fyrir árangur í frjálsum íþróttum.

Íþróttamaður Grundarfjarðar 2005, Heiðar Geirmundsson

Eftirtaldir aðilar voru einnig tilnefndir: Tryggvi Hafsteinsson fyrir árangur í knattspyrnu, Jóhann Kristinn Ragnarsson fyrir árangur í hestaíþróttum, Jóhanna S. Gústavsdóttir fyrir árangur í sundi, Sædís Alda Karlsdóttir fyrir árangur í blaki og Pétur V. Georgsson fyrir árangur í golfi.