Íþróttamaður Grundarfjarðar árið 2006 var kjörinn þann 2. desember sl. Brynjar Kristmundsson hlaut titilinn að þessu sinni fyrir árangur í knattspyrnu. Brynjari eru færðar innilegar hamingjuóskir með kjörið.

 

Brynjar Kristmundsson, íþróttamaður Grundarfjarðar 2006.

 Mynd: Sverrir Karlsson

 

Eftirtaldir aðilar voru einnig tilnefndir: Dóra Henriksdóttir fyrir árangur í golfi, Geirmundur Vilhjálmsson fyrir árangur í frjálsum íþróttum, Ingólfur Örn Kristjánsson fyrir árangur í hestaíþróttum og Sædís Alda Karlsdóttir fyrir árangur í blaki.

F.v. Brynjar Kristmundsson, Eva Kristín Kristjánsdóttir f.h. Dóru Henriksdóttur, Oddný Assa Jóhannsdóttir f.h. Geirmunds Vilhjálmssonar, Ingólfur Örn Kristjánsson og Sædís Alda Karlsdóttir.

Mynd: Kolbrún Grétarsdóttir.