Íþróttamaður Grundarfjarðar árið 2009 verður kjörinn laugardaginn 28. nóvember á aðventudegi fjölskyldunnar í samkomuhúsinu. Afhending viðurkenninga og verðlauna byrjar um kl. 15.00.

Að þessu sinni eru fjórir einstaklingar tilnefndir.

Kosning fór þannig fram að íþrótta - og tómstundanefnd kallaði eftir tilnefningum frá íþróttafélögum um íþróttamann ársins og síðan voru þessir aðilar kallaðir til leynilegrar kosningar.