Kæru foreldrar.

Stjórn UMFG hefur samþykkt beiðni mína til að veita 50% afslátt á vorönn sem nú er rúmlega hálfnuð. Það er gert til að koma á móts við þá tíma sem fallið hafa niður í vetur. Fleiri tímar munu ekki falla niður það sem eftir er annar. Því er gjaldið 2200 kr.- fyrir janúar til maí 2011.

Íþróttaskólinn er ætlaður krökkum á leikskólaaldri og miðað við að börn geti mætt eftir að þau hafa náð tökum á að ganga óstudd. Mýs (þau börn sem eru á músadeild) mæta kl: 16.30 og er tíminn í 40 mín. Drekar (þau sem eru á

drekadeild) mæta kl 17.10 og eru einnig í 40 mín. Þessa tíma eigum við í íþróttahúsinu á hverjum fimmtudegi. Markmið í tímanum er að þjálfa hreyfigetu barna á sem flestum sviðum, hafa gaman, leika okkur og kenna börnum umgengni í íþróttahúsinu. Börn eru á ábyrgð foreldra eða forráðamanns (14 ára eða eldri) í tímanum. Það er alls ekki of seint að byrja þó svo vel sé liðið á veturinn.

 

Vorball/páskaball.

 

Fimmtudaginn 14. apríl kl: 16.30-18.00 mun vera vorball í íþróttaskólanum. Ballið verður haldið í félagsmiðstöðinni Eden. Boðið verður uppá svala og popp. Gaman væri að bæði börn og fullorðnir mæti í skemmtilegum búningum. Farið verður í leiki, dansað og haft gaman. Ballið verður sameignlegt fyrir mýs og dreka.

Hlakka til að sjá sem flesta í tímanum í dag og næstkomandi fimmtudaga.

 

Það er ekki of seint að byrja.

 

Bestu kveðjur

Lára Magnúsdóttir s. 868-4474