Þessa dagana er vandratað fyrir marga íbúa og gesti um bæinn, þar sem margar götur eru lokaðar vegna jarðvegsframkvæmda.  Frá grunnskólanum og  niður Borgarbraut er verið að endurnýja vatnslögn og setja hitaveiturör. Á Grundargötu, Ölkelduvegi  hefur Orkuveita Reykjavíkur verið að láta leggja hitaveitulagnir sem tilheyra dreifikerfi væntanlegrar hitaveitu.

 

Í næstu viku kemur malbikunarflokkur frá Hlaðbær Colas sem mun leggja malbik á þessar götur og í kringum skólann.

 

Það er von Grundarfjarðarbæjar að íbúar sýni þessum framkvæmdum þolinmæði en allt kapp er nú lagt á að ljúka þessum framkvæmdum svo hægt verði að malbika eins og áætlað er.