Verkefnið Jól í skókassa hefur staðið yfir undanfarið. Börn í yngstu bekkjum grunnskóla Grundarfjarðar tóku þátt og skiluðu frá sér 15 jólapökkunum 1. nóvember. Af því tilefni var boðið upp á súkkulaði og smákökur sem gladdi góða gefendur. Þá komu margir í Safnaðarheimilinu 5. nóvember og bættu við fjölda pakka. Ragnar og Ásgeir hafa séð um flutning á pökkunum til Reykjavíkur endurgjaldslaust undanfarin ár.
Öllum sem komu að þessu verkefni er þakkað fyrir framlag sitt.

Fleiri myndir frá Grunnskólanum eru inná myndasafni á heimasíðu skólans "grundo.is" .