Um jól og áramót er opið á virkum dögum.

Á Þorláksmessu verður opið til kl. 21:00 ef veður leyfir.

Fyrsti dagur eftir áramót er mánudagurinn 5. janúar.

 

Opið er kl. 14-18, mánudaga-fimmtudaga.

Gleðileg jól og þakkir fyrir góð samskipti á árinu sem er að líða.

 

Myndasíður, nýjar og gamlar bækur.

 Sektir hækka um áramót. Sjá hér neðar.

 

Um áramótin hækka sektir fyrir vanskil. Undanfarna áratugi hafa þær verið 5 kr. á dag fyrir hvert gagn. Þær hækka nú í 10 kr.

Því miður hækka sektir sem eru ógreiddar um áramót sem því nemur. Nokkuð er um smáupphæðir sem þarf að gera upp.

Áramótin 2016-17 verða þær aftur hækkaðar en meðalsektir á öðrum almenningsbókasöfnum eru 20 kr. á hvert gagn.

Sjá gjaldskrá og aðrar upplýsingar um þjónustu bókasafnsins.

Þeir sem komast ekki á bókasafnið geta fengið bankaupplýsingar og upphæð sendar í tölvupósti með því að senda tölvupóst í bokasafn@grundarfjordur.is eða hringja í síma 438 1881 þegar bókasafnið er opið.

Ég vil nota tækifærið til að þakka notendum bókasafnsins fyrir lipurð og velvilja þegar rukka þarf sektir. Við eigum bókasafnið saman og þurfum að láta nýju bækurnar ganga og svo virðist sem sektir séu gott tæki til að minna á síðasta skiladag. Árgjald er ekki innheimt í Grundarfirði.

Bestu kveðjur, Sunna.