Leikklúbbur Grundarfjarðar og Foreldrafélag grunnskólans standa fyrir glæsilegu jólaballi fyrir alla Grundfirðinga, þriðjudaginn 28. desember í samkomuhúsi Grundarfjarðar klukkan 15:00. Hressir jólasveinar mæta á svæðið ásamt foreldrum sínum og frændfólki. Þau ætla að taka nokkur lög og jafnvel gefa góðum krökkum eitthvað góðgæti. Hægt er að reikna með óvæntum uppákomum, sérstaklega fyrir þá sem þykjast hafa sagt skilið við barnæskuna.

500 krónur inn. Hver miði er með happdrættisnúmer og frábærir vinningar í boði.

Hlökkum til að sjá ykkur,

 

Leikklúbburinn og Foreldrafélag grunnskólans.