Fimmtudaginn 16. desember voru litlu jólin haldin hátíðleg í leikskólanum Sólvöllum. Fyrst komu nokkrir nemendur úr tónlistarskólanum og spiluðu og sungu nokkur lög. Þá var sungið og dansað í kringum jólatréð. Jólasveinar komu og færðu nemendum gjafir. Í lokin var öllum boðið að fá sér kakó og smákökur sem nemendur bökuðu. Það var mjög vel mætt af foreldrum, systkynum, ömmum og öðrum gestum og þökkum við þeim kærlega fyrir komuna.

Bestu jólakveðjur frá Leikskólanum Sólvöllum.