Jón Bald tekur við jólapakka frá jólasveininum

Jólaball var haldið í Leikskólanum Sólvöllum í gær, fimmtudaginn 16. desember. Dansað var kringum jólatré og kennarar úr tónlistaskólanum, þeir Friðrik Vignir og Kristján léku undir söng. Jólasveinar komu í heimsókn og færðu öllum gjafir. Eftir ballið var boðið var upp á heitt súkkulaði og smákökur sem nemendur leikskólans höfðu bakað fyrir jólaballið. Ánægjulegt var hversu margir foreldrar mættu á jólaballið til að taka þátt í gleði barnanna.