Nú þegar desember er genginn í garð eru börnin á Leikskólanum Sólvöllum byrjuð að kíkja í jóladagatalið sem þau gerðu saman.

Þetta er samverudagatal sem þau settu inn hugmyndir í og bjuggu til. Á hverjum degi fram að jólafríi opna þau einn poka saman og uppúr hverjum poka kemur tillaga um skemmtilega samveru eða verkefni, eins og að gera kókoskúlur, pakka inn gjöfum fyrir mömmu og pabba, skreyta jólatréð, horfa á jólamynd og margt fleira skemmtilegt.

Í gær 1. desember kom uppúr pokanum "jólaföndur". Það var því notaleg föndurstund hjá leikskólabörnum á fullveldisdeginum.