Á morgun, fimmtudaginn 24. nóvember,  verður árlegur jólaföndurdagur foreldrafélagsins haldinn.
Foreldrafélagið verður með jólaföndurvörur til sölu á 1000 kr. fyrir fyrsta barn en svo 500 kr. fyrir næsta. Einnig verða seldar vöfflur sem 7. og 8. bekkur mun sjá um.

Tímasetningar eru eftirfarandi:
1. - 6 bekkur mætir frá 16:30-18:00.
7.-10. bekkur mætir frá 18:30-20:00.

Munið samt að það er meira en velkomið að mæta einungis í annað skiptið með öll ykkar börn, hvort sem þið eigið börn í fyrri hópnum eða seinni hópnum. Einnig eru yngri systkini velkomin að fylgja með.

Vonumst til að þetta verði dagur þar sem öll fjölskyldan komi saman og föndri og hafi gaman af.

Sjáumst sem flest í jólaskapinu á morgun !!
Hlökkum til !
Stjórnin