Sunnudaginn 11. desember nk. kl. 15.00 verður jólaföndur foreldrafélags leikskólans.Þennan sunnudag ætlum við að eiga góða stund saman við að mála piparkökur, sötra rjúkandi heitt súkkulaði og föndra. Verð er einungis 500 kr. á fjölskyldu og eru ömmur, afar og aðrir ættingjar velkomnir.

 

Hlökkum til að sjá sem flesta,

Foreldrafélagið