Jólagluggaleikur 2025

 

Jólagluggaleikurinn 2025 hefst í dag, 9. desember, og er síðasti dagur til þess að skila inn útfylltum svörum 17. desember. Eins og fyrri ár hafa fyrirtæki og stofnanir tekið höndum saman og skreytt glugga sína. Gluggarnir eru glæsilegir að vanda og er leikurinn fullkomið tækifæri til þess að gera sér ferð um bæinn, gangandi eða keyrandi til þess að finna þá.

Hér er skjal með mynd af gluggunum, hægt er að prenta það út og fylla inn viðeigandi nöfn á stofunum og fyrirtækjum. Þegar búið er að fylla skjalið út þarf að skila því í jólakassa sem verður í anddyrinu á bæjarskrifstofunni. Síðasti dagur til að skila er miðvikudagurinn 17. desember.

Sérstakar þakkir fá þau fyrirtæki og stofnanir sem tóku þátt og lögðu metnað í það að skreyta gluggana sína.

 

Leiðbeiningar

  • Prentaðu skjalið eða fáðu eintak uppi á bæjarskrifstofu til að fylla út, merkja með nafni og símanúmeri
  • Þá getur þú farið um bæinn og fundið jólagluggana í fyrirtækjum eða stofnunum 
  • Skrifaðu hvar þú finnur hvern glugga á línuna fyrir neðan myndina af honum á blaðið 
  • Engin stofnun eða fyrirtæki á meira en einn glugga
  • Hver gluggi er innan bæjarmarka 
  • Aðeins má skila inn einu eintaki á hvern einstakling
  • Þegar skjalið er útfyllt (2 blöð) má skila því inn í jólakassann uppi á bæjarskrifstofu, Borgarbraut 16
  • Það má skila inn blöðum frá 10. desember til og með 17. desember
  • Þrír vinningshafar verða dregnir út þann 19. desember nk. og hljóta þeir skemmtileg verðlaun

 

Jólagluggaleikur 2025, skjal til útprentunar.