Menningarnefnd Grundarfjarðarbæjar óskar eftir tilnefningum um jólahús Grundarfjarðar 2018. Mörg hús i bæjarfélaginu eru fallega skreytt og langar okkur til þess að verðlauna tvö þeirra. Við leitum að fallegum, stílhreinum eða frumlegum skreytingum – ekki endilega mesta magni skreytinga. Allir íbúar geta skilað tilnefningum í þar til gerðan kassa sem er staðsettur i Kjörbúðinni. Síðasti skiladagur tilnefninga er 20. desember kl 16:00.

 

Dómnefnd skipa nokkrir íbúar á öllum aldri, auk fulltrúa frá menningarnefnd.

Höfum gaman, tökum þátt og njótum hátíðar ljóss og friðar.

 

Menningarnefnd Grundarfjarðarbæjar