Þann 21. desember lagði menningarnefnd af stað í leit að fallega skreyttu, frumlegu og fögru jólahúsi. Staðar var numið í brekkunni við Ölkelduveg - þar sem við blasti einstök sjón. 

Því í myrkrinu leynast hinar ýmsu perlur og við leit að jólahúsi Grundarfjarðar fann menningarnefnd sannkallaða perlu.

Á Fagurhóli 5 lýsir upp í myrkrinu hús, skreytt með fallegum jólaljósum og jólaskreytingum. Þar búa hjónin Kristinn Ólafsson og Elín Hróðný Ottósdóttir, sem hljóta verðlaun fyrir Jólahús Grundarfjarðarbæjar 2020.

Fulltrúar úr menningarnefnd hittu hjónin og afhentu þeim viðurkenningarskjal, konfektkassa og blóm þann 22. desember.

Við óskum þeim innilega til hamingju og þökkum kærlega fyrir að lýsa bæinn okkar svona fallega upp.

 Íbúar á Fagurhól 5 taka á móti verðlanum frá Eygló Báru formanni menningarnefndar og Ólöfu Guðrúnu fulltrúa nefndarinnar